Jóladagatalið 13. desember: Jón Gnarr


Fylgjum honum

Prédikunin sem Ásta flutti í Kópavogskirkju í gær er birt á trú.is. Hún heitir Fylgjum honum. Þar segir meðal annars:
Það sama á við um okkur og Pétur, við játum, erum fullyrðingaglöð, misstígum okkur, efumst, höfnum og iðrumst. Lífið með Jesú er ganga þar sem við erum sífellt að takast á við okkur og okkar mannlegu takmarkanir.

mbl.is Gangandi kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirheitið


Kirkjan og eipið

Ég skrifaði stuttan pistil þegar ég las þessa frétt á föstudagsmorgni.
mbl.is Fyrirtækin nýta sér Facebook til auglýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólaprédikanir á vefnum

Jólaprédikanir presta, sem eru fluttar í kirkjum landsins þessi jól, er hægt að lesa í Postillunni á trú.is.


mbl.is Boðskapurinn breytist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan sem leitarsamtök

Í prédikun sinni við upphaf Prestastefnu sagði Ólafur Jóhannsson meðal annars þetta:

Nú til dags er stundum talað um samræðustjórnmál en samræðukristindómur er ekki til. Í eðli sínu er kirkjan ekki lífsskoðanafélag og því síður málfundaklúbbur, heldur leitarsamtök. Við erum send í nafni Jesú Krists að hafa uppi á þeim týndu. Það er samofið kristinni trú að fara út og starfa.

Mér finnst þetta áhugaverð líking hjá honum og ágætis áminning um forgangsröðun.

Annars tókum við Adda Steina heilmikið af myndum við upphaf Prestastefnu. Nokkrar þeirra má nálgast á flickr.


mbl.is Prestastefna hófst með messu í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónasarverðlaun


Það var gaman að fylgjast með dagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu í gærkvöldi, ekki síst afhendingu verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, en þau hlaut Sigurbjörn Einarsson, biskup. Hann er vel að verðlaununum kominn, enda mikill málsnillingur auk þess sem hann er góður kennimaður.
mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær

Feður í fæðingarorlofi eru uppteknir af börnunum sínum. Hvað annað!

Örviðtal um Listina að gráta í kór

Við fórum nokkur á þessa mynd á miðvikudaginn og áttum góðar samræður að sýningu lokinni. Listin að gráta í kór er mögnuð og mikilvæg mynd sem kallar á viðbrögð og hvetur til umræðu. Ég tók stutt viðtal við Gunnar Matthíasson, sjúkrahúsprest, um myndina. Skoðið það á vef Deus ex cinema. 
mbl.is Listin að gráta í kór hlýtur Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaðvarp Blaðsins - ein ábending


Ég tók eftir því um daginn að hægt er að sækja leiðara Blaðsins í hlaðvarpi Moggans. Eigendur spilastokka geta svo hlustað á þessa stuttu pistla þegar þeim hentar. Þetta er sniðug leið til að gera þetta efni aðgengilegt. Eina ábendingu hef ég þó til þeirra sem sjá um kerfið. Þeir leiðarar sem ég hef hlustað á hefjast á stuttri kynningu, leiðarinn á föstudaginn var hófst svona:

 Þetta er leiðari Blaðsins föstudaginn 14. september. Ég heiti Ólafur Stephensen, ritstjóri.

Og honum lauk svona: 

Þetta var leiðari Blaðsins, föstudaginn 14. september.

Ábendingin er þessi: Getið ársins líka. Þetta var leiðari Blaðsins, föstudaginn 14. september 2007. Reyndar held ég að til að þetta virki almennilega þurfi að gera það aðgengilegt samdægurs - nú er klukkan hálf tíu og hvergi sést leiðari Blaðsins í dag - sem er skeleggur og á örugglega líka erindi við hlaðvarpsgesti.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband