Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Hlaðvarp Blaðsins - ein ábending


Ég tók eftir því um daginn að hægt er að sækja leiðara Blaðsins í hlaðvarpi Moggans. Eigendur spilastokka geta svo hlustað á þessa stuttu pistla þegar þeim hentar. Þetta er sniðug leið til að gera þetta efni aðgengilegt. Eina ábendingu hef ég þó til þeirra sem sjá um kerfið. Þeir leiðarar sem ég hef hlustað á hefjast á stuttri kynningu, leiðarinn á föstudaginn var hófst svona:

 Þetta er leiðari Blaðsins föstudaginn 14. september. Ég heiti Ólafur Stephensen, ritstjóri.

Og honum lauk svona: 

Þetta var leiðari Blaðsins, föstudaginn 14. september.

Ábendingin er þessi: Getið ársins líka. Þetta var leiðari Blaðsins, föstudaginn 14. september 2007. Reyndar held ég að til að þetta virki almennilega þurfi að gera það aðgengilegt samdægurs - nú er klukkan hálf tíu og hvergi sést leiðari Blaðsins í dag - sem er skeleggur og á örugglega líka erindi við hlaðvarpsgesti.


Bloggkerfisbeiðni

Í hægri slánni á þessu bloggi er að finna lista yfir bloggvini. Það fer ekki vel á því að birta myndir af þeim í skapalóninu sem ég notast við hér á blog.is. Af þeim sökum birti ég bara heiti blogganna. En þau eru ekki alltaf skiljanleg. Þannig er til dæmis engan veginn augljóst að á blogg Péturs Björgvins sé vísað með orðinu kex eða Stefáns Einars sem stefani? Mikið væri nú gott (og hér kemur þá beiðnin) ef hægt væri að birta þessar vísanir sem lista yfir nöfn viðkomandi bloggara.

Ps. Annars velti ég þessu fyrir mér eftir að ég komst að því að enn einn presturinn hefur bæst í hóp þeirra sem blogga hér: Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, er semsagt byrjaður að blogga.


Hvað er Fair Trade og myndbönd á blog.is

Eitt af því sem er boðið upp hér á þessum bloggvef er innsetning myndbanda. Ég ákvað að prófa það í morgun og setti inn um Fair Trade.


Það er auðvelt að setja inn myndbönd og gott að hafa þennan fítus sem hluta af bloggkerfi. Það tekur aftur á móti fulllangan tíma að hlaða því inn. Annars velti ég fyrir mér hvort leyfilegt sé að setja myndband sem er hýst hér inn á aðra vefi, ég sé ekkert um það í skilmálum, en hef kannski ekki skoðað það nægilega vel. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband