Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Jóladagatalið 13. desember: Jón Gnarr


Fylgjum honum

Prédikunin sem Ásta flutti í Kópavogskirkju í gær er birt á trú.is. Hún heitir Fylgjum honum. Þar segir meðal annars:
Það sama á við um okkur og Pétur, við játum, erum fullyrðingaglöð, misstígum okkur, efumst, höfnum og iðrumst. Lífið með Jesú er ganga þar sem við erum sífellt að takast á við okkur og okkar mannlegu takmarkanir.

mbl.is Gangandi kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirheitið


Kirkjan og eipið

Ég skrifaði stuttan pistil þegar ég las þessa frétt á föstudagsmorgni.
mbl.is Fyrirtækin nýta sér Facebook til auglýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólaprédikanir á vefnum

Jólaprédikanir presta, sem eru fluttar í kirkjum landsins þessi jól, er hægt að lesa í Postillunni á trú.is.


mbl.is Boðskapurinn breytist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan sem leitarsamtök

Í prédikun sinni við upphaf Prestastefnu sagði Ólafur Jóhannsson meðal annars þetta:

Nú til dags er stundum talað um samræðustjórnmál en samræðukristindómur er ekki til. Í eðli sínu er kirkjan ekki lífsskoðanafélag og því síður málfundaklúbbur, heldur leitarsamtök. Við erum send í nafni Jesú Krists að hafa uppi á þeim týndu. Það er samofið kristinni trú að fara út og starfa.

Mér finnst þetta áhugaverð líking hjá honum og ágætis áminning um forgangsröðun.

Annars tókum við Adda Steina heilmikið af myndum við upphaf Prestastefnu. Nokkrar þeirra má nálgast á flickr.


mbl.is Prestastefna hófst með messu í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónasarverðlaun


Það var gaman að fylgjast með dagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu í gærkvöldi, ekki síst afhendingu verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, en þau hlaut Sigurbjörn Einarsson, biskup. Hann er vel að verðlaununum kominn, enda mikill málsnillingur auk þess sem hann er góður kennimaður.
mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örviðtal um Listina að gráta í kór

Við fórum nokkur á þessa mynd á miðvikudaginn og áttum góðar samræður að sýningu lokinni. Listin að gráta í kór er mögnuð og mikilvæg mynd sem kallar á viðbrögð og hvetur til umræðu. Ég tók stutt viðtal við Gunnar Matthíasson, sjúkrahúsprest, um myndina. Skoðið það á vef Deus ex cinema. 
mbl.is Listin að gráta í kór hlýtur Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jürgen Moltmann í Háskóla Íslands

Dr. Jürgen Moltmann er einn þekktasti guðfræðingur mótmælenda á síðari hluta 20. aldar. Hann heldur opinberan fyrirlestur um hinn krossfesta Guð í Háskóla Íslands föstudaginn 1. júní kl. 12:00. Ég hitti Arnfríði Guðmundsdóttur, dósent í samstæðilegri guðfræði við guðfræðideild HÍ. Hún skrifaði doktorsritgerð um guðfræði krossins á sínum tíma og vann þar með hugmyndir Moltmanns.



Netið og siðferði á nýjum tímum

Á morgun - 30. maí -  verður morgunverðarfundur um netið og siðferði í Neskirkju. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð um netið og siðferði. Þarna tala nokkrir fyrirlesarar sem hafa mjög mikla innsýn í þessi mál. Fréttatilkynningin fylgir hér að neðan og þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í umræðunni sem án efa verður mjög spennandi.

Margt hefur breyst í samskiptum fólks með tilkomu netsins. En hvað með siðferðið? Hver eru helstu siðferðislegu álitamálin sem tengjast samskiptum á netinu og vefnum? Eru þau af öðru toga en annars staðar? Hver eru tækifærin og hverjar eru hætturnar? Á morgunverðarfundi í safnaðarheimili Neskirkju kl. 8.30, miðvikudaginn 30. maí verður rætt um netið og siðferði á nýjum tímum. Fimm fyrirlesarar sem allir hafa mikla innsýn í netheima munu leiða okkur inn í umræðu þar sem sjónum verður beint að samskiptum á netinu, málefnum fjölskyldunnar, stöðu (net)foreldrisins, netfíkn, unglinga, auglýsingar og fjórða valdið.

Dagskrá

Að loknum erindunum gefst góður tími til umræðu og munu Þórir Guðmundsson, Jóna Hrönn Bolladóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða okkur inn í þær. Fundurinn stendur frá 8:30-10:30 og hann verður í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.

Morgunverður verður í boði og húsið opnar kl. 8:00. Þátttökugjald er 1000 krónur. Skráning er hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu, s. 535 1500 og netfang kristin.arnardottir@kirkjan.is. Fundurinn er öllum opin sem láta sig málefni netsins varða.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband