Við fengum nokkuð gott veður framan af, en þegar komið var að húsi Nóbelskáldsins hafði dregið ský fyrir sólu og vindáttin var orðin óhagstæð (eða kannski var það stefna okkar eða bland beggja). Hliðarvindur og mótvindur var erfiður og kom stundum á versta tíma En þetta tókst nú samt. Ekki spillti fyrir að rútan sem flutti það starfsfólk Biskupsstofu sem ekki hjólaði flutti líka heitt kakó og súkkulaðistykki.
Á Þingvöllum var sungin hjólamessa. Kristján Valur prédikaði af sinni alkunnu list og minnti á mikilvæg efni. Vonandi veðrur prédikunin birt á annálnum hans og á trú.is. Í kjölfarið var haldið í bústað og grillað og glaðst yfir góðum árangri í hjólaátakinu. Ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að hjóla aftur til Þingvalla og ég væri reyndar líka til í að hjóla á Þingvöllum við sjáum bara hvað setur.
Næst á dagskrá er hins vegar morgunverðarfundur um Netið og siðferði á nýjum tímum. Hann verður haldinn í Neskirkju og þar munu nokkrir frábærir fyrirlesarar leiða okkur inn í umræður um mikilvægt efni. Í lok vikunnar er von á Jürgen Moltmann til landsins. Það er því nóg að gera þessa dagana.
Ps. Adda Steina bloggaði líka um ferðina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.