29.5.2007
Netið og siðferði á nýjum tímum
Á morgun - 30. maí - verður morgunverðarfundur um netið og siðferði í Neskirkju. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð um netið og siðferði. Þarna tala nokkrir fyrirlesarar sem hafa mjög mikla innsýn í þessi mál. Fréttatilkynningin fylgir hér að neðan og þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í umræðunni sem án efa verður mjög spennandi.
Margt hefur breyst í samskiptum fólks með tilkomu netsins. En hvað með siðferðið? Hver eru helstu siðferðislegu álitamálin sem tengjast samskiptum á netinu og vefnum? Eru þau af öðru toga en annars staðar? Hver eru tækifærin og hverjar eru hætturnar? Á morgunverðarfundi í safnaðarheimili Neskirkju kl. 8.30, miðvikudaginn 30. maí verður rætt um netið og siðferði á nýjum tímum. Fimm fyrirlesarar sem allir hafa mikla innsýn í netheima munu leiða okkur inn í umræðu þar sem sjónum verður beint að samskiptum á netinu, málefnum fjölskyldunnar, stöðu (net)foreldrisins, netfíkn, unglinga, auglýsingar og fjórða valdið.
Dagskrá
- Stefán Hrafn Hagalín: Veröld ný og góð. Ástæðulausar áhyggjur samfélagsins af tölvu- og netnotkun barna og unglinga
- Pétur Björgvin Þorsteinsson: Netforeldrið
- Björn Harðarson: Nú þarftu að hætta Netfíkn og fjölskyldan
- Salvör Gissurardóttir: Netið, unglingurinn og auglýsingarnar
- Már Örlygsson: Fjórða valdið á glámbekk?
Að loknum erindunum gefst góður tími til umræðu og munu Þórir Guðmundsson, Jóna Hrönn Bolladóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða okkur inn í þær. Fundurinn stendur frá 8:30-10:30 og hann verður í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.
Morgunverður verður í boði og húsið opnar kl. 8:00. Þátttökugjald er 1000 krónur. Skráning er hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu, s. 535 1500 og netfang kristin.arnardottir@kirkjan.is. Fundurinn er öllum opin sem láta sig málefni netsins varða.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.