Allra heilagra messa

Allra heilagra messa er haldin 1. nóvember ár hvert. Hægt er að fræðast örlítið um daginn þann í prédikunum sem fluttar hafa verið á allra heilagra messu. Í einni þeirra - sem hefur yfirskriftina Hrekkjavaka eða líf - segir Sigurður Árni Þórðarson:

Allra heilagra messa er því merkilegur dagur, sem við notum til að minnast látinna, bera þau fram fyrir Guð í bæn, minnast alls sem gert hefur verið. En þessi dagur er ekki aðeins um hina látnu heldur um líf hinna lifandi, um hvernig við eigum að lifa vel. Við ættum að fella hrekkjavökubúninga okkar eigin andlega lífs og lifa þannig að það það sjáist, heyrist og finnist á bragðinu að Guð er Guð.

Hver er lífsstefna þín? Hvernig er trúarlíf þitt? Hvernig er saltbúskap þínum háttað, eða ljósgangi lífs þíns? Er stuðið búið, allt orðið bragðdauft. Er myrkrið að gleypa og kokkarí lífsins búið? Guð kallar, gefur ljós, hleypir straumi á, kokkar vel í veisluhúsinu stóra. “Því að lítið stoðar að halda ina ytri hátíð omnium sanctorum á jörðu, ef hjörtu ór fýsast eigi til innar innri hátíðar þeirra á himni.”

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband