11.6.2008
Kirkjan sem leitarsamtök
Í prédikun sinni við upphaf Prestastefnu sagði Ólafur Jóhannsson meðal annars þetta:
Nú til dags er stundum talað um samræðustjórnmál en samræðukristindómur er ekki til. Í eðli sínu er kirkjan ekki lífsskoðanafélag og því síður málfundaklúbbur, heldur leitarsamtök. Við erum send í nafni Jesú Krists að hafa uppi á þeim týndu. Það er samofið kristinni trú að fara út og starfa.
Mér finnst þetta áhugaverð líking hjá honum og ágætis áminning um forgangsröðun.
Annars tókum við Adda Steina heilmikið af myndum við upphaf Prestastefnu. Nokkrar þeirra má nálgast á flickr.
Prestastefna hófst með messu í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þið hafið greinilega passað vel hverjir sæjust og hverjir ekki á þessum myndum.
Vésteinn Valgarðsson, 11.6.2008 kl. 01:18
Við tökum mikið af myndum á Prestastefnu árlega. Þær sem eru góðar rata á myndasvæðið, aðrar ekki. Mælikvarðinn er nú ekki flóknar en það :)
Árni Svanur Daníelsson, 11.6.2008 kl. 08:47
Ég held að myndirnar sem Karl, vinur minn tók af atburðinum sýna hvað þetta var velheppnuð uppákoma. Synd og skömm af því að kirkjan hefur ekki húmor fyrir svona löguðu (sbr. viðbrögð við auglýsingum Símans og Jóns Gnarr). Öddu Steinu hefði verið í lófa lagið að smella nokkrum skondnum myndum af þessu öllu, sjá http://www.flickr.com/photos/karlg/2568099209/in/set-72157605541055002/ og auðvitað á að sýna myndirnar!
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:32
Adda Steina smellti af myndum, það fer ekki á milli mála.
Gaman að sjá að ríkiskirkjan hefur góð ítök á fréttastofu Stöðvar2, Ríkissjónvarpið klikkaði ekki.
Matthías Ásgeirsson, 11.6.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.