19.11.2006
Hvað með göngu- og hjólastígana?
Nætursöltun á götum er eitt af því sem borgaryfirvöld hyggjast gera í baráttunni við svifryk. Nú verða saltarar á næturvöktum og tryggja að strætóleiðir, stofnbrautir og fjölfarnar safngötur verði auðar fyrir kl. 7 að morgni.
Það er hið besta mál að göturnar séu auðar og ánægjulegt er að tekið sé á því máli af festu. En ég sakna eins í umfjölluninni um svifrykið: Áherslunnar á hjóla- og göngustíga. Þeir vilja nefnilega oft verða útundan.
Á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar segir meðal annars:
Það er í ljósi þessa brýnt að borgaryfirvöld leggi enn meiri áherslu á að halda göngu- og hjólastígum hreinum og auðum þannig að þeir sem það vilja geti gengið eða hjólað í vinnuna. Eitt skref í þá átt hefði tvímælalaust verið að hafa meira af göngu- og hjólastígum inni í nætursöltuninni (sem er reyndar söndun í því tilfelli) en bara gönguleiðir að strætóskýlum og skólum - þótt slíkt sé að sjálfsögðu hið besta mál. Því með aukinni söndun á þessum stígum má stuðla að aukinni nýtingu tveggja jafnfljótra og reiðhjóla í baráttunni við svifrykið.
Þegar ég bjó í Svíþjóð mátti reiða sig á það að þegar lagt var af stað til skóla eða vinnu að morgni dags var búið að sanda göngustíga, gangstéttar og hjólastíga. Og það var aldrei vandamál að komast leiðar sinnar. Mikið væri gott ef það sama væri raunin í Reykjavík.
Það er hið besta mál að göturnar séu auðar og ánægjulegt er að tekið sé á því máli af festu. En ég sakna eins í umfjölluninni um svifrykið: Áherslunnar á hjóla- og göngustíga. Þeir vilja nefnilega oft verða útundan.
Á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar segir meðal annars:
Ljóst er draga má úr svifryksmengun með því fækka ferðum á bifreiðum, fara oftar í strætó, nota reiðhjól og hjóla í vinnuna.
Það er í ljósi þessa brýnt að borgaryfirvöld leggi enn meiri áherslu á að halda göngu- og hjólastígum hreinum og auðum þannig að þeir sem það vilja geti gengið eða hjólað í vinnuna. Eitt skref í þá átt hefði tvímælalaust verið að hafa meira af göngu- og hjólastígum inni í nætursöltuninni (sem er reyndar söndun í því tilfelli) en bara gönguleiðir að strætóskýlum og skólum - þótt slíkt sé að sjálfsögðu hið besta mál. Því með aukinni söndun á þessum stígum má stuðla að aukinni nýtingu tveggja jafnfljótra og reiðhjóla í baráttunni við svifrykið.
Þegar ég bjó í Svíþjóð mátti reiða sig á það að þegar lagt var af stað til skóla eða vinnu að morgni dags var búið að sanda göngustíga, gangstéttar og hjólastíga. Og það var aldrei vandamál að komast leiðar sinnar. Mikið væri gott ef það sama væri raunin í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.