19.11.2006
Leikskólamálin I - Gullborg
Ég vil taka undir áskorun Foreldrafélagsins Gullborgar að brugðist verði við manneklu á leikskólum borgarinnar og málum komið í ásættanlegt horf. Það er broddur í bréfi félagsins til Reykjavíkurborgar:
Um þessar mundir standa einnig yfir breytingar á stjórnkerfi leikskólanna. Sett er á svið nýtt leikskólasvið. Talið er að þessar breytingar á stjórnkerfinu komi til með að kosta á milli 40 og 50 miljónir. Nær væri að nota féð til þess að bæta vinnuaðstöðu leikskólakennara og annarra starfsmanna og greiða þeim sómasamleg laun fyrir að sinna því dýrmætasta sem að þessi þjóð á. Á sama tíma er rætt um að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík og opna yngri barna deildir eða vöggustofur. Hvaða fólk ætlar að vinna þar, þegar enn vantar starfsfólk á um það bil 50 leikskóla í alls 68 stöðugildi?
Það verður gaman að lesa svar borgarinnar.
Skora á borgaryfirvöld að bregðast við vanda leikskólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.