Undanfarnar vikur hefur vantað starfsfólk á leikskóla eldri dótturinnar á heimilinu. Af þeim sökum hefur þjónusta verið skert þannig að hnátan hefur verið heima eftir hádegi, einn dag í viku. Svo verður út þennan mánuð, en ráðin hefur verið bót á vandanum því nýr starfsmaður mun hefja störf í byrjun desember.
Það verður að segjast að ég hef töluverðar áhyggjur af þessu máli. Ég er hræddur um þessi mannekla endurspegli í raun undirliggjandi vandamál í starfsmannahaldi leikskólanna. Sama vandamál birtist líka í öðru sem er kannski mun alvarlegra: Mikilli starfsmannaveltu á leikskólunum.
Ef ég tek dæmi af þeim leikskóla sem heimasætan er á þá hefur mér virst sem það sé ákveðinn fastur kjarni (annars vegar eldri konur sem hafa starfað lengi á leikskólunum, hins vegar yngri konur sem virðast vera í þessu af hugsjón) sem telur kannski tvo þriðju af starfsliðinu. En sá þriðjungur sem eftir er er síbreytilegur (ef svo má að orði komast).
Og það er sannast sagna mjög slæmt því það þýðir að börnin litlu þurfa aftur og aftur að kynnast nýju starfsfólki, læra að treysta þeim ... til þess eins að missa þau svo örfáum mánuðum síðar. Þetta er auðvitað ekki hægt.
Ég geri mér grein fyrir að það eru engin ný sannindi í því sem ég skrifa hér að ofan, en vil engu að síður færa það til annáls þótt ekki væri nema til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
Stóra spurningin er kannski þessi: Hvað er leikskólaráð að gera í málinu?
Það verður að segjast að ég hef töluverðar áhyggjur af þessu máli. Ég er hræddur um þessi mannekla endurspegli í raun undirliggjandi vandamál í starfsmannahaldi leikskólanna. Sama vandamál birtist líka í öðru sem er kannski mun alvarlegra: Mikilli starfsmannaveltu á leikskólunum.
Ef ég tek dæmi af þeim leikskóla sem heimasætan er á þá hefur mér virst sem það sé ákveðinn fastur kjarni (annars vegar eldri konur sem hafa starfað lengi á leikskólunum, hins vegar yngri konur sem virðast vera í þessu af hugsjón) sem telur kannski tvo þriðju af starfsliðinu. En sá þriðjungur sem eftir er er síbreytilegur (ef svo má að orði komast).
Og það er sannast sagna mjög slæmt því það þýðir að börnin litlu þurfa aftur og aftur að kynnast nýju starfsfólki, læra að treysta þeim ... til þess eins að missa þau svo örfáum mánuðum síðar. Þetta er auðvitað ekki hægt.
Ég geri mér grein fyrir að það eru engin ný sannindi í því sem ég skrifa hér að ofan, en vil engu að síður færa það til annáls þótt ekki væri nema til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
Stóra spurningin er kannski þessi: Hvað er leikskólaráð að gera í málinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.