Jürgen Moltmann í Háskóla Íslands

Dr. Jürgen Moltmann er einn þekktasti guðfræðingur mótmælenda á síðari hluta 20. aldar. Hann heldur opinberan fyrirlestur um hinn krossfesta Guð í Háskóla Íslands föstudaginn 1. júní kl. 12:00. Ég hitti Arnfríði Guðmundsdóttur, dósent í samstæðilegri guðfræði við guðfræðideild HÍ. Hún skrifaði doktorsritgerð um guðfræði krossins á sínum tíma og vann þar með hugmyndir Moltmanns.



Netið og siðferði á nýjum tímum

Á morgun - 30. maí -  verður morgunverðarfundur um netið og siðferði í Neskirkju. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð um netið og siðferði. Þarna tala nokkrir fyrirlesarar sem hafa mjög mikla innsýn í þessi mál. Fréttatilkynningin fylgir hér að neðan og þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í umræðunni sem án efa verður mjög spennandi.

Margt hefur breyst í samskiptum fólks með tilkomu netsins. En hvað með siðferðið? Hver eru helstu siðferðislegu álitamálin sem tengjast samskiptum á netinu og vefnum? Eru þau af öðru toga en annars staðar? Hver eru tækifærin og hverjar eru hætturnar? Á morgunverðarfundi í safnaðarheimili Neskirkju kl. 8.30, miðvikudaginn 30. maí verður rætt um netið og siðferði á nýjum tímum. Fimm fyrirlesarar sem allir hafa mikla innsýn í netheima munu leiða okkur inn í umræðu þar sem sjónum verður beint að samskiptum á netinu, málefnum fjölskyldunnar, stöðu (net)foreldrisins, netfíkn, unglinga, auglýsingar og fjórða valdið.

Dagskrá

Að loknum erindunum gefst góður tími til umræðu og munu Þórir Guðmundsson, Jóna Hrönn Bolladóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða okkur inn í þær. Fundurinn stendur frá 8:30-10:30 og hann verður í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.

Morgunverður verður í boði og húsið opnar kl. 8:00. Þátttökugjald er 1000 krónur. Skráning er hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu, s. 535 1500 og netfang kristin.arnardottir@kirkjan.is. Fundurinn er öllum opin sem láta sig málefni netsins varða.


Hjólað til Þingvalla og netið og Moltmann

Starfsfólk Biskupsstofu hélt upp á lok átaksins Hjólað í vinnuna með því að hjóla til Þingvalla. Vaskur hópur lagði upp frá Egilshöll um klukkan eitt og hélt með strandlengjunni upp í Mosfellsdal. Það er falleg og skemmtileg leið sem við eigum örugglega eftir að hjóla oftar. Hjólastígarnir eru líka til fyrirmyndar í Mosfellsbænum, en þeir ná alla leið upp að Gljúfrasteini.

Við fengum nokkuð gott veður framan af, en þegar komið var að húsi Nóbelskáldsins hafði dregið ský fyrir sólu og vindáttin var orðin óhagstæð (eða kannski var það stefna okkar eða bland beggja). Hliðarvindur og mótvindur var erfiður og kom stundum á versta tíma ;) En þetta tókst nú samt. Ekki spillti fyrir að rútan sem flutti það starfsfólk Biskupsstofu sem ekki hjólaði flutti líka heitt kakó og súkkulaðistykki.

Á Þingvöllum var sungin hjólamessa. Kristján Valur prédikaði af sinni alkunnu list og minnti á mikilvæg efni. Vonandi veðrur prédikunin birt á annálnum hans og á trú.is. Í kjölfarið var haldið í bústað og grillað og glaðst yfir góðum árangri í hjólaátakinu. Ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að hjóla aftur til Þingvalla og ég væri reyndar líka til í að hjóla á Þingvöllum – við sjáum bara hvað setur.

Næst á dagskrá er hins vegar morgunverðarfundur um Netið og siðferði á nýjum tímum. Hann verður haldinn í Neskirkju og þar munu nokkrir frábærir fyrirlesarar leiða okkur inn í umræður um mikilvægt efni. Í lok vikunnar er von á Jürgen Moltmann til landsins. Það er því nóg að gera þessa dagana.

Ps. Adda Steina bloggaði líka um ferðina.


Hvítasunnan er þjóðahátíð kirkjunnar

Þegar Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var sóknarprestur í Hallgrímskirkju var það haft fyrir sið að fá lesara af ólíkum þjóðernum til að lesa pistil Hvítasunnudags (Post 2.1-4). Hver lesari las versin á sínu móðurmáli. Þannig fengu messugestir fengu tilfinningu fyrir hvítasunnunni sem þjóðahátíð. Nú hefur biskup hvatt presta kirkjunnar til að gera slíkt hið sama.
 

Til að sýna hvernig útfæra má þetta útbjuggum við Adda Steina stutt myndband þar sem pistillinn er á íslensku, serbísku, japönsku, rússnesku, kínversku og búlgörsku. Afraksturinn má skoða hér að ofan (og í meiri gæðum á kirkjan.is).


Kossar, bæn og lífsvessar

Sigurður Árni Þórðarson prédikar:

"Bænalífið er ekki aðeins í kirkju eða fyrirbænum, heldur líka í skóreimum, vindi, eldhúsi og líka í bílaröðum á Miklubrautinni. Þar sem líf, fólk og veröld er, þar er Guð og samband."

 


Ísland fyrir hvaða Íslendinga?

Pétur Björgvin skrifar:

Stöldrum aðeins við og tökum smá æfingu í sameiningu. Við biðjum þig að standa í miðjum hópnum, við hin stöndum í stórum hring allt í kring um þig. Í hvert sinn sem einhver á leið framhjá (við erum á fjölförnum stað) bendum við hin öll á þig og hrópum: „Þú ert vandamál.“


Kjörklefaheilræði

Halldór Reynisson tók saman pistil á dögunum um kristni og pólitík. Þar setur hann fram tíu kristin heilræði sem má hafa í huga í kjörklefanum. Annað heilræðið er þetta:
Guð kallar okkur til að lifa í samfélagi sem einkennist af friði og samvinnu: Við þörfnumst leiðtoga sem vilja byggja upp samfélög okkar og hindra ofbeldi.


Bloggað um páskaprédikun

Það hefur verið heilmikið bloggað um páskaprédikun biskups. Ég tók saman nokkrar vísanir á prédikunarblogg á annálnum mínum.

Páskaprédikanir íslenskra presta

Í Postillunni á trú.is er í dag birtur fjöldi páskaprédikana eftir sem fluttar eru í kirkjum landsins. Á yfirlitssíðu páskadags er að finna lista yfir þessar prédikanir og eldri páskadagsprédikanir ásamt vísunum á þær.


Vorið er upprisa

Hildur Eir Bolladóttir prédikaði í Laugarneskirkju í morgun:

 Sólin sá ástæðu til að bræða snjóskaflana, hún sá ástæðu til að dansa í kringum árrisul börn sem trúðu því varla að vorið kæmi eftir svo langan vetur, hann er upprisinn sagði sólin, hann er upprisinn úaði æðarfuglinn, hann er upprisinn hrópaði niður árinnar sem hafði losnað undan klakaböndum. Hann er upprisinn hvíslaði jarðvegurinn, tilbúinn að næra jurtina. Hann er upprisinn kallaði vorið á meðan þú nuddaðir stýrurnar og reiknaðir út líkurnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband