8.4.2007
Vorþeyr
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikaði í Dómkirkjunni í morgun. Prédikunin, sem ber yfirskriftina Vorþeyr, er aðgengileg á trú.is. Hann vitnaði meðal annars til magnaðar páskaprédikunar við gröf eina í Fossvogskirkjugarði:
Eitt sinn sem oftar stóð ég við opna gröf hér í Fossvogskirkjugarði. Syrgjendur gengu að gröfinni og signdu yfir, eins og venjan er, í kyrrlátri helgi og hluttekning. Svo kom þar að eldri kona og leiddi við hönd sér ömmubarn hins látna. Varfærin, hlýlega tók hún um hönd litlu stúlkunnar og stýrði henni að gera krossmark yfir gröfinni. Signdi svo sjálf yfir og sagði lágum rómi um leið og þær sneru frá: Gráttu ekki, væna mín, hann er ekki hér, hann lifir hjá Guði. Ég var snortinn af þessari hljóðlátu páskaprédikun, þessum endurómi frá hinum fyrsta páskadagsmorgni. Bænin, barnatrúin og hin kristna siðvenja leggja okkur orð á varir og atferli sem tjá hvað það er sem eitt megnar að lyfta hug og svala sál andspænis sorg og dauða. Og það er enginn tilbúningur. Það er innistæða fyrir því. Og því er svo brýnt að börnin og unga fólkið fari ekki á mis við það, verði ekki viðskila við hina kristnu sögu og siðvenju, það væru ægileg svik við þau og framtíðina!
23.3.2007
Gegn kynþáttamisrétti
Ég spjallaði við Þorvald Víðisson um viðburð í Smáralindinni á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttamisrétti.
Að viðburðinum stóðu Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan, Alþjóðahús, Amnesty International, Rauði krossinn, Ísland Panorama, ÍTR, Jafningjafræðsla Hins hússins, Soka Gakkai Íslandi og Múltíkúltí. Keppendur X-factor tróðu líka upp.
17.3.2007
Allir hagnast nema bóndinn ...
28.2.2007
Bloggkerfisbeiðni
Í hægri slánni á þessu bloggi er að finna lista yfir bloggvini. Það fer ekki vel á því að birta myndir af þeim í skapalóninu sem ég notast við hér á blog.is. Af þeim sökum birti ég bara heiti blogganna. En þau eru ekki alltaf skiljanleg. Þannig er til dæmis engan veginn augljóst að á blogg Péturs Björgvins sé vísað með orðinu kex eða Stefáns Einars sem stefani? Mikið væri nú gott (og hér kemur þá beiðnin) ef hægt væri að birta þessar vísanir sem lista yfir nöfn viðkomandi bloggara.
Ps. Annars velti ég þessu fyrir mér eftir að ég komst að því að enn einn presturinn hefur bæst í hóp þeirra sem blogga hér: Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, er semsagt byrjaður að blogga.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007
Er kynlífsiðnaðurinn OK?
Þórhallur Heimisson ritar pistil dagsins á trú.is um kynlífsiðnaðinn. Hann teflir saman ástinni og iðnaðinum - Ástin og klámið takast á í samfélaginu eins og hann orðar þetta - og Þórhallur spyr:
Hvort viljum við að að verða mótandi fyrir börnin okkar og samfélagið sem heild? Viljum við að börnin læri að lifi ástríku lífi, eða eiga þau að alast upp við að líta á sig og líkama sinn sem hverja aðra vöru sem hægt er að kaupa og selja? Er neyslan það eina sem máli skiptir? Eða hefur ástin enn eitthvað gildi?
Erlendir fjölmiðlar fjalla um klámráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007
Vegna ráðstefnu klámframleiðenda
Þjóðkirkjan og Prestafélag Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu framleiðenda klámefnis:
Biskup Íslands og formaður Prestafélags Íslands harma það að stór hópur klámframleiðanda hyggist koma hingað til lands í tengslum við vinnu sína og halda fund eða ráðstefnu. Klám gengur í berhögg við kristinn mannskilning. Því fylgir alltaf lítilsvirðing á manneskjunni en klámiðnaðinum getur einnig fylgt ýmis nauðung, mansal og misnotkun á börnum.
Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007
Biblían í daglega lífinu
Við María Ágústsdóttir ræddum saman á dögunum um námskeið sem hún kennir í Leikmannaskólanum. Námskeiðið fjallar um Biblíuna og daglega lífið.
17.2.2007
Hjónaband Tuyu
Í kvöld voru verðlaun afhent á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Meðal þeirra eru þrenn verðlaun samkirkjulegrar dómnefndar á vegum Signis og Interfilm. Þau féllu í skaut kvikmyndanna Tu ya de hun shi (Hjónaband Tuyu) sem er leikstýrt af Wang Quan'an. Sú kvikmynd hlaut einnig Gullbjörninn, aðalverðlaun Berlínarhátíðarinnar. Í umsögn samkirkjulegu dómnefndarinnar segir meðal annars:
Tuya a woman living with her handicapped husband and two children in the steppe of Mongolia struggles for their existence. Friends counsel her to divorce and remarry as a way to resolve the situation. Painful as this path is, Tuya and her husband decide upon it. Through closely recording scenes of this traditional culture, the director shows us the deep faithfulness, courage and love of the human relationships involved, and the sense of ambiguity attendant upon difficult human decisions.
Það verður spennandi að sjá þessa mynd þegar hún kemur í bíóhús hér á landi (sem er von um nú á dögum Fjalakattarins og Græna ljóssins). Hinar tvær myndirnar sem voru verðlaunaðar eru Luo Ye Gui Gen í leikstjórn Zhang Yang og Chrigu sem þeir Jan Gassmann og Christian Ziörjen leikstýrðu.
Kvikmyndin Tuya's Marriage hlaut Gullbjörninn í Berlín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007
Hnetusmjör og salmonella
Á mbl.is í dag er greint frá innköllun á hnetusmjöri vegna salmonelluhættu. Það er gott að blaðið greini frá slíkum fréttum, en í svona tilvikum mætti nú leggja aðeins meiri vinnu í fréttina. Nokkrum spurningum er ósvarað, til dæmis þessum:
- Hvar finnur neytandinn framleiðslunúmer vörunnar? (Hér hefði verið gott að birta mynd af hnetusmjörinu sem sýndi framleiðslunúmerið)
- Hvert á neytandinn að sækja bætur vegna hinnar innkölluðu vöru?
Ég fór því á stúfana og fletti upp vefsíðu heildsölunnar. Þar er ekkert fjallað um innköllun á hnetusmjöri, en þeim mun meiri fróðleikur um heildsöluna sjálfa (til dæmis að hún er ein af þeim stærstu hér á landi). Þar er líka boðið upp á innsendingu á fyrirspurnum. Ég sendi eina svohljóðandi:
Góðan dag.
Í frétt á mbl.is er greint frá innköllun á hnetusmjöri af gerðinni Peter Pan vegna hættu á salmonellusýkingu. Í framhaldi af þessari frétt vil ég bera fram tvær spurningar:
a. Hvar á umbúðum hnetusmjörsins er hægt að finna framleiðslunúmer?
b. Í fréttinni eru neytendur hvattir til að farga vörunni, með hvaða hætti hyggst fyrirtækið þá bæta neytendum tjónið?
Virðingarfyllst,
Árni Svanur Daníelsson
Svarið verður birt hér á annálnum þegar það berst.
Uppfært kl. 19:22
Komið var inn á þetta mál í kvöldfréttum sjónvarps. Þar var sagt að hnetusmjör merkt framleiðslunúmeri sem hefst á 2111 væri innkallað. Í frétt Mbl er talað um framleiðslunúmerið 2211. Hverjum á maður nú að trúa?
Uppfært kl. 19:29
MSNBC er sammála sjónvarpinu. Því er best að hafa vara á sér gagnvart krukkum sem eru merktar 2111 en ekki 2211.
Uppfært kl. 19:39
Það mega umsjónarmenn mbl.is eiga að þeir eru snöggir að bregðast við ábendingum. Nú er búið að lagfæra framleiðslunúmerið í fréttinni.
Peter Pan hnetusmjör innkallað vegna salmonelluhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2007
Ávöxtun arfsins
Sigurður Pálsson prédikaði í Hallgrímskirkju í dag, á Biblíudeginum. Það er viðeigandi í ljósi þess hversu mikill orðsins maður hann er (auk þess sem hann var framkvæmdastjóri Biblíufélagsins áður en hann varð prestur í Hallgrímskirkju. Prédikunin hefur yfirskriftina Ávöxtun arfsins og hann segir meðal annars:
Það er mikið talað um ávöxtun fjár þessa mánuðina. Venjulegt fólk, sem er að leggja fé inn á banka til ávöxtunar og sér að af þessari litlu ávöxtunarprósentu sem spariféð ber er tekinn skattur, þannig að eftirtekjan er býsna rýr, starir skilningssljóum augum á þessar stóru tölur sem milljarðamæringarnir guma af. En það dylst engum að þeir eru vakandi og sofandi yfir nýjum tækifærum til enn betri ávöxtunar. Fjármunir og tímanleg velferð skiptir okkur máli, eðlilega, og ekkert við það að athuga. Ég ætla ekki að fjargviðrast vegna auðsöfnunar, skattlagninga og annars í dag. Það er annars konar ávöxtun sem mig langar að hugleiða.
Það er Biblíudagur. Þitt orð er, Guð, vort erfðafé. Mig langar að við hugleiðum hvernig við ætlum að ávaxta þann arf í því harkalega umhverfi þar sem tekst á um huga og viðhorf fólks í upphafi nýrrrar aldar.
Annars færi ég aðallega til annáls á annál.is þessa dagana.