Færsluflokkur: Bloggar

Í aðventulit

Ég skipti um útlit á þessu bloggi fyrr í kvöld, setti upp útlitið hans Árna Torfasonar sem vann fyrstu verðlaun í útlitssamkeppninni hér á vefnum. Með einföldum hætti má breyta þessu útliti smávægilega, t.d. fikta í litunum. Ég útbjó því aðventuútgáfu af útlitinu sem kallast á við litina sem við notum á kirkjan.is á aðventu.

Litir, form

Twirl
 


Einelti og internet

Baksíðufrétt Moggans í dag kallast á við verkefni sem á hug okkar Irmu Sjafnar þessa dagana: Guðfræði og siðfræði nýrra miðla. Á vegum þess verða málþing um siðferði og internetið haldin í nóvember þar sem kastljósinu verður meðal annars beint að spurningunni um einelti. Við stefnum að góðum hugflæðisfundi með nokkrum sérfræðingum á þessu sviði í byrjun nóvember og út úr því ættu að spinnast eitt eða tvö örþing. Annars er full ástæða til að vísa á vef SAFT þar sem finna má ýmis heilræði um örugga netnotkun.


mbl.is Fékk ellefu símtöl á klukkustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egoyan vel að verðlaununum kominn

Atom Egyoan, einn af þremur heiðursgestum RIFF í ár, er vel að verðlaunum sínum kominn, en hann er verðlaunaður fyrir "framúrskarandi, listræna kvikmyndasýn árið 2006." Hann verður annars með eftirmiðdagsspjall í hátíðarsal HÍ á morgun - ég hlakka til að heyra í honum.
mbl.is Egoyan hlaut verðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband