Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
17.10.2006
Hvað er lifandi eða heilbrigð kirkja?
Skúli Ólafsson, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, svarar fyrirspurn á trú.is í dag og ræðir mögulega skilgreiningu á lifandi eða heilbrigðri kirkju. Það er einkenni á slíkri kirkju að "hafa hugrekki og forsendur til þess að endurskoða sjálfa sig í takt við samfélagsbreytingar og út frá þeirri köllun sem kirkjan hefur." Og um stjórnsýslu hennar segir hann að hún einkennist af:
- Lýðræðislegri uppbyggingu
- Lifandi samræðu við samtímann
- Virkri starfsmannastefnu
- Virkri stefnumótun
16.10.2006
Frambjóðandinn sem kaus þig
Örn Bárður prédikaði í útvarpsmessu í Neskirkju í gær. Hann kom inn á málefni líðandi stundar og ræddi meðal annars um pólítík og frambjóðendur:
Nú hyllir undir fyrsta vetrardag og framundan er kosningaár. Frambjóðendur standa í biðröðum við fjölmiðla til að tilkynna framboð og stefnumál. Og við skulum þakka fyrir allt þetta góð fólk sem býður sig fram til þjónustu. Frambjóðendur benda fram á veginn og lofa betri tíð. Þeir eru því réttnefndir postular vonarinnar. Lífið er pólitík, lífið snýst um málefni fólks, líf politikoi á grísku, líf borgaranna.