Færsluflokkur: Dægurmál

Maður ársins er bloggari, en hvar bloggar hún?

Á mbl.is og vísi.is má nú lesa frétt um Íslending ársins skv. tímaritinu Ísafold. Það er bloggarinn Ásta Lovísa, einstæð þriggja barna móðir sem berst við krabbamein. Um leið og ég óska henni til hamingju með nafnbótina og fagna því fyrir hönd bloggsamfélagsins að nafnbót sem þessi falli bloggara í skaut þá vil ég lýsa vonbrigðum mínum með það að hvorugur vefmiðillinn vísi í bloggið hennar í fréttinni. Vonandi verður bætt úr því fljótlega.

Ps. Bloggið hennar er á www.123.is/crazyfroggy.


mbl.is Ísafold velur Ástu Lovísu Íslending ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keli, fólk og hugmyndir

Það er ósjaldan hægt að lesa skemmtilegar og vekjandi færslur á annálnum hans Þorkels. Ein færslan fjallar um fólk og hugmyndir og það sem heillar. Hann skrifar meðal annars:

Ég hef aldrei skilið fólk sem heillast af fólki. Mér finnst reyndar oft skemmtilegt að heyra fólk lýsa öðru fólki (í öðrum tilgangi en baktali) því það veitir mér sýn á það sem fer oft fram hjá mér. Staðreyndin er sú að mér leiðist yfirleitt fólk. Það er ósköp hversdagslegt og venjulegt allt saman. Fjölbreytni manna á milli er stórlega ofmetin. Ég er nokkuð fljótur að lesa persónuleika fólks svo oftast kemur fátt á óvart eftir fyrstu 10 mínúturnar. Það sem heillar mig hins vegar eru hugmyndir, kenningar og viðhorf.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband