Færsluflokkur: Kvikmyndir

Chattaway fjallar um Leiðina til Betlehem

Peter Chattaway fjallar um Nativity Story í Christianity Today. Eitt af því sem mér líkar við umfjallanir um kvikmyndir á þeim vef er að það fylgja alltaf spurningar sem má nota í samtali um myndina. Í spurningunum er kastljósinu meðal annars beint að tilvitnuninni 1Kon, kærleikanum, viðhorfi þorpsbúanna í Nasaret til hinnar ófrísku Maríu og fjölskyldu hennar og til hins þess hvernig má skoða fæðingu Jesú sem svar við kúgun Gyðinganna. Allt áhugaverð atriði sem má velta nánar fyrir sér.



Leiðin til Betlehem

Á vef PBS er hægt að nálgast umfjöllun um Nativity Story sem verður frumsýnd hér á landi í lok vikunnar.

Allra heilagra messa

Allra heilagra messa er haldin 1. nóvember ár hvert. Hægt er að fræðast örlítið um daginn þann í prédikunum sem fluttar hafa verið á allra heilagra messu. Í einni þeirra - sem hefur yfirskriftina Hrekkjavaka eða líf - segir Sigurður Árni Þórðarson:

Allra heilagra messa er því merkilegur dagur, sem við notum til að minnast látinna, bera þau fram fyrir Guð í bæn, minnast alls sem gert hefur verið. En þessi dagur er ekki aðeins um hina látnu heldur um líf hinna lifandi, um hvernig við eigum að lifa vel. Við ættum að fella hrekkjavökubúninga okkar eigin andlega lífs og lifa þannig að það það sjáist, heyrist og finnist á bragðinu að Guð er Guð.

Hver er lífsstefna þín? Hvernig er trúarlíf þitt? Hvernig er saltbúskap þínum háttað, eða ljósgangi lífs þíns? Er stuðið búið, allt orðið bragðdauft. Er myrkrið að gleypa og kokkarí lífsins búið? Guð kallar, gefur ljós, hleypir straumi á, kokkar vel í veisluhúsinu stóra. “Því að lítið stoðar að halda ina ytri hátíð omnium sanctorum á jörðu, ef hjörtu ór fýsast eigi til innar innri hátíðar þeirra á himni.”

 


Jesúbíó í Glerárkirkju um helgina

 Við Arnfríður og Sigurður Árni verðum á Akureyri um næstu helgi. Tilefnið er Jesúbíó í Glerárkirkju þar sem sýna á og fjalla um tvær áhugaverðar Jesúmyndir:

Dagskráin hefst kl. 13 og er öllum opin. Á undan hvorri mynd verða fluttar innlýsingar (stutt og upplýsandi erindi) og að sýningu lokinni verða umræður. Jesúbíóið verður með svipuðu sniði og dagskráin í Neskirkju í vor.

Nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis ...


Fjórar frábærar mínútur

Vier Minuten er önnur kvikmynd Chris Kraus í fullri lengd, en áður hefur hann gert kvikmyndina  Scherbetanz. Þetta er mögnuð mynd af samskiptum tveggja kvenna, önnur situr í fangelsi fyrir morð, hin hefur kennt píanóleik í fangelsinu um áratuga skeið. Í fortíð beggja eru atburðir sem hafa mótað lífið allt. Við Oddný, Gunnlaugur og Gunnar J. vorum mjög hrifin af myndinni og hún er að mínu mati vel að kirkjuverðlaununum komin. Það væri gaman ef hún væri tekin til almennra sýninga svo að fleiri fengju notið þessarar góðu myndar.

Nánar má lesa um Vier Minuten á vef kirkjunnar. 


mbl.is Fjórar mínútur hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar veitt í fyrsta sinn

Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar verða veitt í fyrsta sinn á laugardaginn kemur. Um verðlaunin keppa myndirnar fjórtán sem eru sýndar í flokknum Vitranir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Sömu myndir keppa líka um aðalverðlaun hátíðarinnar og hin s.k. Fipresci-verðlaun. Það verður spennandi að fylgjast með þessu og gaman að sjá hvort dómnefndirnar þrjár eru sammála. Slíkt er engan veginn sjálfgefið, enda unnið með ólíka mælikvarða.

Í dómnefndinni eru Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði, Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, Gunnar J. Gunnarsson, lektor, og svo undirritaður.


mbl.is Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar veitt í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egoyan vel að verðlaununum kominn

Atom Egyoan, einn af þremur heiðursgestum RIFF í ár, er vel að verðlaunum sínum kominn, en hann er verðlaunaður fyrir "framúrskarandi, listræna kvikmyndasýn árið 2006." Hann verður annars með eftirmiðdagsspjall í hátíðarsal HÍ á morgun - ég hlakka til að heyra í honum.
mbl.is Egoyan hlaut verðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband