Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar veitt í fyrsta sinn

Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar verða veitt í fyrsta sinn á laugardaginn kemur. Um verðlaunin keppa myndirnar fjórtán sem eru sýndar í flokknum Vitranir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Sömu myndir keppa líka um aðalverðlaun hátíðarinnar og hin s.k. Fipresci-verðlaun. Það verður spennandi að fylgjast með þessu og gaman að sjá hvort dómnefndirnar þrjár eru sammála. Slíkt er engan veginn sjálfgefið, enda unnið með ólíka mælikvarða.

Í dómnefndinni eru Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði, Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, Gunnar J. Gunnarsson, lektor, og svo undirritaður.


mbl.is Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar veitt í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband