Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hnetusmjör og salmonella

Á mbl.is í dag er greint frá innköllun á hnetusmjöri vegna salmonelluhættu. Það er gott að blaðið greini frá slíkum fréttum, en í svona tilvikum mætti nú leggja aðeins meiri vinnu í fréttina. Nokkrum spurningum er ósvarað, til dæmis þessum:

  1. Hvar finnur neytandinn framleiðslunúmer vörunnar? (Hér hefði verið gott að birta mynd af hnetusmjörinu sem sýndi framleiðslunúmerið)
  2. Hvert á neytandinn að sækja bætur vegna hinnar innkölluðu vöru? 

Ég fór því á stúfana og fletti upp vefsíðu heildsölunnar. Þar er ekkert fjallað um innköllun á hnetusmjöri, en þeim mun meiri fróðleikur um heildsöluna sjálfa (til dæmis að hún er ein af þeim stærstu hér á landi). Þar er líka boðið upp á innsendingu á fyrirspurnum. Ég sendi eina svohljóðandi:

Góðan  dag.

Í frétt á mbl.is er greint frá innköllun á hnetusmjöri af gerðinni Peter Pan vegna hættu á salmonellusýkingu. Í framhaldi af þessari frétt vil ég bera fram tvær spurningar:

a. Hvar á umbúðum hnetusmjörsins er hægt að finna framleiðslunúmer?

b. Í fréttinni eru neytendur hvattir til að farga vörunni, með hvaða hætti hyggst fyrirtækið þá bæta neytendum tjónið?

Virðingarfyllst,
Árni Svanur Daníelsson

Svarið verður birt hér á annálnum þegar það berst. 

Uppfært kl. 19:22

Komið var inn á þetta mál í kvöldfréttum sjónvarps. Þar var sagt að hnetusmjör merkt framleiðslunúmeri sem hefst á 2111 væri innkallað. Í frétt Mbl er talað um framleiðslunúmerið 2211. Hverjum á maður nú að trúa? 

Uppfært kl. 19:29

MSNBC er sammála sjónvarpinu. Því er best að hafa vara á sér gagnvart krukkum sem eru merktar 2111 en ekki 2211. 

Uppfært kl. 19:39

Það mega umsjónarmenn mbl.is eiga að þeir eru snöggir að bregðast við ábendingum. Nú er búið að lagfæra framleiðslunúmerið í fréttinni.


mbl.is Peter Pan hnetusmjör innkallað vegna salmonelluhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband