15.2.2007
Hnetusmjör og salmonella
Á mbl.is í dag er greint frá innköllun á hnetusmjöri vegna salmonelluhættu. Það er gott að blaðið greini frá slíkum fréttum, en í svona tilvikum mætti nú leggja aðeins meiri vinnu í fréttina. Nokkrum spurningum er ósvarað, til dæmis þessum:
- Hvar finnur neytandinn framleiðslunúmer vörunnar? (Hér hefði verið gott að birta mynd af hnetusmjörinu sem sýndi framleiðslunúmerið)
- Hvert á neytandinn að sækja bætur vegna hinnar innkölluðu vöru?
Ég fór því á stúfana og fletti upp vefsíðu heildsölunnar. Þar er ekkert fjallað um innköllun á hnetusmjöri, en þeim mun meiri fróðleikur um heildsöluna sjálfa (til dæmis að hún er ein af þeim stærstu hér á landi). Þar er líka boðið upp á innsendingu á fyrirspurnum. Ég sendi eina svohljóðandi:
Góðan dag.
Í frétt á mbl.is er greint frá innköllun á hnetusmjöri af gerðinni Peter Pan vegna hættu á salmonellusýkingu. Í framhaldi af þessari frétt vil ég bera fram tvær spurningar:
a. Hvar á umbúðum hnetusmjörsins er hægt að finna framleiðslunúmer?
b. Í fréttinni eru neytendur hvattir til að farga vörunni, með hvaða hætti hyggst fyrirtækið þá bæta neytendum tjónið?
Virðingarfyllst,
Árni Svanur Daníelsson
Svarið verður birt hér á annálnum þegar það berst.
Uppfært kl. 19:22
Komið var inn á þetta mál í kvöldfréttum sjónvarps. Þar var sagt að hnetusmjör merkt framleiðslunúmeri sem hefst á 2111 væri innkallað. Í frétt Mbl er talað um framleiðslunúmerið 2211. Hverjum á maður nú að trúa?
Uppfært kl. 19:29
MSNBC er sammála sjónvarpinu. Því er best að hafa vara á sér gagnvart krukkum sem eru merktar 2111 en ekki 2211.
Uppfært kl. 19:39
Það mega umsjónarmenn mbl.is eiga að þeir eru snöggir að bregðast við ábendingum. Nú er búið að lagfæra framleiðslunúmerið í fréttinni.
Peter Pan hnetusmjör innkallað vegna salmonelluhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
Athugasemdir
var eining að kanna þetta, Fór á heimasíðu Conagra foods,
nr er að finna á lokinu, akurat undir íslensku upplýsingamiðann sem limdur er á krukkunni. Þannig að maður þarf fyrst að skafa af limiðan til að finna nr,
viti menn dósin sem var upp í skáp hja mer byrjaði á 2111
robert (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 20:20
Sæll, Árni.
Þín fyrirspurn barst okkur nú aldrei þannig að ég birti svar okkar hér á síðunni þinni. Fréttatilkynning var send út á alla fjölmiðla í gær um leið og málið kom upp, hún var svohljóðandi :
Innnes hefur nú þegar stöðvað sölu á Peter Pan hnetusmjöri með þessu framleiðslunúmeri og sent tilkynningu um innköllun til verslana og annarra viðskiptavina. Það skal þó áréttað að ekki er vitað um neina sýkingu hérlendis af þessum völdum.
Sigurður Björgvinsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:23
Þakka þér fyrir svarið Sigurður. Tilkynningin sem þið senduð út er mun ítarlegri en fréttin sem birtist á mbl.is í gær (mér skilst að það hafi verið vönduð og ítarleg umfjöllun í Morgunblaðinu í dag, en ég hef ekki séð hana sjálfur).
Árni Svanur Daníelsson, 16.2.2007 kl. 12:40
Það kom að því að ég varð heppin, ég borða ekki hnetusmjör og á það því ekki til:-)
En hlakka til að fá þig í fjörðinn fagra á föstunni.
Sigríður Gunnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 21:12
Það verður auðvitað mjög skemmtilegt :)
Árni Svanur Daníelsson, 21.2.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.