Hlaðvarp Blaðsins - ein ábending


Ég tók eftir því um daginn að hægt er að sækja leiðara Blaðsins í hlaðvarpi Moggans. Eigendur spilastokka geta svo hlustað á þessa stuttu pistla þegar þeim hentar. Þetta er sniðug leið til að gera þetta efni aðgengilegt. Eina ábendingu hef ég þó til þeirra sem sjá um kerfið. Þeir leiðarar sem ég hef hlustað á hefjast á stuttri kynningu, leiðarinn á föstudaginn var hófst svona:

 Þetta er leiðari Blaðsins föstudaginn 14. september. Ég heiti Ólafur Stephensen, ritstjóri.

Og honum lauk svona: 

Þetta var leiðari Blaðsins, föstudaginn 14. september.

Ábendingin er þessi: Getið ársins líka. Þetta var leiðari Blaðsins, föstudaginn 14. september 2007. Reyndar held ég að til að þetta virki almennilega þurfi að gera það aðgengilegt samdægurs - nú er klukkan hálf tíu og hvergi sést leiðari Blaðsins í dag - sem er skeleggur og á örugglega líka erindi við hlaðvarpsgesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband