Vorþeyr

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikaði í Dómkirkjunni í morgun. Prédikunin, sem ber yfirskriftina Vorþeyr, er aðgengileg á trú.is. Hann vitnaði meðal annars til magnaðar páskaprédikunar við gröf eina í Fossvogskirkjugarði:

Eitt sinn sem oftar stóð ég við opna gröf hér í Fossvogskirkjugarði. Syrgjendur gengu að gröfinni og signdu yfir, eins og venjan er, í kyrrlátri helgi og hluttekning. Svo kom þar að eldri kona og leiddi við hönd sér ömmubarn hins látna. Varfærin, hlýlega tók hún um hönd litlu stúlkunnar og stýrði henni að gera krossmark yfir gröfinni. Signdi svo sjálf yfir og sagði lágum rómi um leið og þær sneru frá: „Gráttu ekki, væna mín, hann er ekki hér, hann lifir hjá Guði.“ Ég var snortinn af þessari hljóðlátu páskaprédikun, þessum endurómi frá hinum fyrsta páskadagsmorgni. Bænin, barnatrúin og hin kristna siðvenja leggja okkur orð á varir og atferli sem tjá hvað það er sem eitt megnar að lyfta hug og svala sál andspænis sorg og dauða. Og það er enginn tilbúningur. Það er innistæða fyrir því. Og því er svo brýnt að börnin og unga fólkið fari ekki á mis við það, verði ekki viðskila við hina kristnu sögu og siðvenju, það væru ægileg svik við þau og framtíðina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband