Netið og siðferði á nýjum tímum

Á morgun - 30. maí -  verður morgunverðarfundur um netið og siðferði í Neskirkju. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð um netið og siðferði. Þarna tala nokkrir fyrirlesarar sem hafa mjög mikla innsýn í þessi mál. Fréttatilkynningin fylgir hér að neðan og þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í umræðunni sem án efa verður mjög spennandi.

Margt hefur breyst í samskiptum fólks með tilkomu netsins. En hvað með siðferðið? Hver eru helstu siðferðislegu álitamálin sem tengjast samskiptum á netinu og vefnum? Eru þau af öðru toga en annars staðar? Hver eru tækifærin og hverjar eru hætturnar? Á morgunverðarfundi í safnaðarheimili Neskirkju kl. 8.30, miðvikudaginn 30. maí verður rætt um netið og siðferði á nýjum tímum. Fimm fyrirlesarar sem allir hafa mikla innsýn í netheima munu leiða okkur inn í umræðu þar sem sjónum verður beint að samskiptum á netinu, málefnum fjölskyldunnar, stöðu (net)foreldrisins, netfíkn, unglinga, auglýsingar og fjórða valdið.

Dagskrá

Að loknum erindunum gefst góður tími til umræðu og munu Þórir Guðmundsson, Jóna Hrönn Bolladóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða okkur inn í þær. Fundurinn stendur frá 8:30-10:30 og hann verður í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.

Morgunverður verður í boði og húsið opnar kl. 8:00. Þátttökugjald er 1000 krónur. Skráning er hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu, s. 535 1500 og netfang kristin.arnardottir@kirkjan.is. Fundurinn er öllum opin sem láta sig málefni netsins varða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband