Grunngildin og netið

Í ávarpi sínu við upphaf kirkjuþings kom biskup meðal annars inn á verkefnið um guðfræði og siðfræði nýrra miðla. Hann sagði:

Netið og veraldarvefurinn verða sífellt mikilvægari upplýsingamiðlar í samtíma okkar. Í því felast mörg tækifæri, en líka ógnanir. Um leið og við höfum mörg dæmi um góð og gagnleg samskipti á netinu þá berast reglulega fregnir af einelti og annarri óhæfu. Veruleiki barna og ungmenna mótast af þessari bylgju möguleika til samskipta í veröld sem er ný og spennandi, en stundum hál, og við þurfum öll að staldra við til að skoða betur bæði tækifæri og ógnanir sem felast í þessum möguleikum. Biskupsstofa mun halda nokkur málþing á næstu mánuðum um guðfræði og siðfræði nýrra miðla þar sem kastljósinu verður meðal annars beint að samskiptareglum, siðferði og mannskilningi á internetinu.

Ræðan er aðgengileg á vef Kirkjuþings, bæði til aflestrar og til hlustunar.


mbl.is Biskup Íslands segir kirkjuna eiga að andæva lögmáli frumskógarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband