26.11.2006
Af hverju ...
Örn Bárður Jónsson er einn af bloggandi prestunum. Prédikun hans frá því í dag er nú komin á bloggið. Þar segir meðal annars:
Og oft kemur fólk til prestsins með þessa spurningu andspænis þjáningu og dauða ástvinar: Af hverju lætur Guð þetta gerast? Og svarið er: Guð lætur þetta ekki gerast. En hann er með okkur í erfiðleikum og andstreymi lífsins. Krossinn er tákn þeirrar elsku sem Guð hefur sýnt þessum heimi þjáningar og böls. Lausnin er fólgin í hinum þjáða Guði, Jesú Kristi.
25.11.2006
Skrúfum frá krananum
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í dag. Í ár er safnað fyrir vatni eins og í fyrra. Þá söfnuðust 32 milljónir sem dugðu til að grafa 266 brunna. Hver brunnur getur séð 1000 manns fyrir vatni og það munar líklega um minna! Vatnsverkefni Hk eru í þremur löndum: Mósambík, Malaví og Úganda. Gíróseðlar hafa verið sendir út, hægt er að hringja í söfnunarsímann 907 2002 auk þess sem hægt er að gefa í söfnunina á vef Hjálparstarfsins.
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2006
Ríki, kirkja og þjóðkirkjuhugtakið
Á dögunum kom út bókin Ríki og kirkja. Uppruni og þróun þjóðkirkjuhugtaksins. Höfundur hennar er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands.
Ég hitti Sigurjón Árna á vinnustofu hans á dögunum og fræddist um bókina. Í viðtalinu, sem hægt er að horfa á hér á vefnum, segir Sigurjón frá bókinni og helstu niðurstöðum hennar. Hann ræðir líka um helstu einkenni þjóðkirkju, um fríkirkjur auk þess sem hann fjallar um hlutverk kirkjunnar í nútíma samfélagi.
Bókin Ríki og kirkja fjallar um samband ríkis og kirkju í ljósi þjóðkirkjuhugtaksins. Sigurjón fjallar um guðfræðinga sem hafa haft mikil áhrif á lútherskan kirkjuskilning. Fyrst um Martein Lúther og þá um Friedrich Schleiermacher.
Þegar Friedrich Schleiermacher setur fram sinn kirkjuskilning þá er kirkjan sem stofnun frekar veik, er alfarið ríkiskirkja. Vandinn sem hann stendur frammi fyrir er hvernig eigi að skilgreina kirkjuna og gera hana sjálfstæða sem stofnun.
Í framhaldi af því er fjallað um fyrir guðfræðinga sem hafa látið til sín taka á sviði kirkjufræði í Þýskalandi í samtíma okkar, t.d. Eilert Herms, Reiner Preul og Wilfried Härle. Þeir eru að skilgreina kirkjuna í dag sem er áhugavert fyrir okkur vegna þess að þýska kirkjan gekk í gegnum aðskilnað frá ríkinu í upphafi 20. aldar.
Spurður um helstu niðurstöður bókarinnar segir Sigurjón:
Kirkjan verður að taka fullan þátt í samfélagsumræðunni. Umburðarlyndi felst ekki í því að ypta öxlum og vera sammála öllum eða draga sig í hlé, heldur standa á hinum kristnu gildum og gera þau heyrinkunn í samfélaginu. [ ] Umburðarlyndi felst í því að virða muninn og leyfa honum að standa. [ ] Fjölhyggjan gengur upp í því að maður virðir fjölbreytileika samfélagsins og styrkir þann ramma sem tryggir að opin umræða geti átt sér stað.
Brynjólfur Ólason var aðstoðmaður Sigurjóns við verkefnið og braut bókina um. Kristnihátíðarsjóður styrkti rannsóknina sem liggur að baki þessari bók, en hún er hluti af rannsóknarverkefninu Trúfrelsi, þjóðkirkja, samband ríkis og kirkju 18741997.
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður að segjast að ég hef töluverðar áhyggjur af þessu máli. Ég er hræddur um þessi mannekla endurspegli í raun undirliggjandi vandamál í starfsmannahaldi leikskólanna. Sama vandamál birtist líka í öðru sem er kannski mun alvarlegra: Mikilli starfsmannaveltu á leikskólunum.
Ef ég tek dæmi af þeim leikskóla sem heimasætan er á þá hefur mér virst sem það sé ákveðinn fastur kjarni (annars vegar eldri konur sem hafa starfað lengi á leikskólunum, hins vegar yngri konur sem virðast vera í þessu af hugsjón) sem telur kannski tvo þriðju af starfsliðinu. En sá þriðjungur sem eftir er er síbreytilegur (ef svo má að orði komast).
Og það er sannast sagna mjög slæmt því það þýðir að börnin litlu þurfa aftur og aftur að kynnast nýju starfsfólki, læra að treysta þeim ... til þess eins að missa þau svo örfáum mánuðum síðar. Þetta er auðvitað ekki hægt.
Ég geri mér grein fyrir að það eru engin ný sannindi í því sem ég skrifa hér að ofan, en vil engu að síður færa það til annáls þótt ekki væri nema til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
Stóra spurningin er kannski þessi: Hvað er leikskólaráð að gera í málinu?
19.11.2006
Leikskólamálin I - Gullborg
Ég vil taka undir áskorun Foreldrafélagsins Gullborgar að brugðist verði við manneklu á leikskólum borgarinnar og málum komið í ásættanlegt horf. Það er broddur í bréfi félagsins til Reykjavíkurborgar:
Um þessar mundir standa einnig yfir breytingar á stjórnkerfi leikskólanna. Sett er á svið nýtt leikskólasvið. Talið er að þessar breytingar á stjórnkerfinu komi til með að kosta á milli 40 og 50 miljónir. Nær væri að nota féð til þess að bæta vinnuaðstöðu leikskólakennara og annarra starfsmanna og greiða þeim sómasamleg laun fyrir að sinna því dýrmætasta sem að þessi þjóð á. Á sama tíma er rætt um að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík og opna yngri barna deildir eða vöggustofur. Hvaða fólk ætlar að vinna þar, þegar enn vantar starfsfólk á um það bil 50 leikskóla í alls 68 stöðugildi?
Það verður gaman að lesa svar borgarinnar.
Skora á borgaryfirvöld að bregðast við vanda leikskólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2006
Hvað með göngu- og hjólastígana?
Það er hið besta mál að göturnar séu auðar og ánægjulegt er að tekið sé á því máli af festu. En ég sakna eins í umfjölluninni um svifrykið: Áherslunnar á hjóla- og göngustíga. Þeir vilja nefnilega oft verða útundan.
Á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar segir meðal annars:
Það er í ljósi þessa brýnt að borgaryfirvöld leggi enn meiri áherslu á að halda göngu- og hjólastígum hreinum og auðum þannig að þeir sem það vilja geti gengið eða hjólað í vinnuna. Eitt skref í þá átt hefði tvímælalaust verið að hafa meira af göngu- og hjólastígum inni í nætursöltuninni (sem er reyndar söndun í því tilfelli) en bara gönguleiðir að strætóskýlum og skólum - þótt slíkt sé að sjálfsögðu hið besta mál. Því með aukinni söndun á þessum stígum má stuðla að aukinni nýtingu tveggja jafnfljótra og reiðhjóla í baráttunni við svifrykið.
Þegar ég bjó í Svíþjóð mátti reiða sig á það að þegar lagt var af stað til skóla eða vinnu að morgni dags var búið að sanda göngustíga, gangstéttar og hjólastíga. Og það var aldrei vandamál að komast leiðar sinnar. Mikið væri gott ef það sama væri raunin í Reykjavík.
1.11.2006
Allra heilagra messa
Allra heilagra messa er haldin 1. nóvember ár hvert. Hægt er að fræðast örlítið um daginn þann í prédikunum sem fluttar hafa verið á allra heilagra messu. Í einni þeirra - sem hefur yfirskriftina Hrekkjavaka eða líf - segir Sigurður Árni Þórðarson:
Allra heilagra messa er því merkilegur dagur, sem við notum til að minnast látinna, bera þau fram fyrir Guð í bæn, minnast alls sem gert hefur verið. En þessi dagur er ekki aðeins um hina látnu heldur um líf hinna lifandi, um hvernig við eigum að lifa vel. Við ættum að fella hrekkjavökubúninga okkar eigin andlega lífs og lifa þannig að það það sjáist, heyrist og finnist á bragðinu að Guð er Guð.
Hver er lífsstefna þín? Hvernig er trúarlíf þitt? Hvernig er saltbúskap þínum háttað, eða ljósgangi lífs þíns? Er stuðið búið, allt orðið bragðdauft. Er myrkrið að gleypa og kokkarí lífsins búið? Guð kallar, gefur ljós, hleypir straumi á, kokkar vel í veisluhúsinu stóra. Því að lítið stoðar að halda ina ytri hátíð omnium sanctorum á jörðu, ef hjörtu ór fýsast eigi til innar innri hátíðar þeirra á himni.
26.10.2006
Viðtal við verkefnisstjóra kærleiksþjónustu
Stefna á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs var samþykkt á Kirkjuþingi í gær. Ég tók af því tilefni viðtal við Ragnheiði Sverrisdóttur, verkefnisstjóra á sviði kærleiksþjónustu á Biskupsstofu.
Sóknir hvattar til að sinna vinaheimsóknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006
Systur á Kirkjuþingi
Við spjölluðum við fyrstu systurnar á Kirkjuþingi, þær Dagnýju Höllu og Kristínu Þórunni Tómasardætur. Þær hafa báðar starfað lengi innan kirkjunnar og vinna nú í sitthvoru prófastsdæminu. Kristín Þórunn sem héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi og Dagný Halla sem framkvæmdastjóri ÆSKR í Reykjavíkurprófastsdæmunum tveimur.