Guðlast

Sigurður Árni, Neskirkjuprestur, ræddi um guðlast í prédikun sinni í gær. Hann sagði meðal annars:

Fyrr og síðar hefur margt verið sagt, skrifað og flutt í útvarpi og birt í sjónvarpi, sem hefur verið á mörkum hins siðlega. En fleiri dómar hafa ekki gengið í guðlastsmálum - mér vitanlega. Það er gott. Samfélagið verður ekki Guði þóknanlegra, tillitssamara og betur meðvitað þótt guðlastsdómar væru felldir. Þvert á móti. Ofsóknir fólks hafa aldrei eflt ríki elskunnar í heiminum. Hefðum við verið bættari ef Helgi Hóseasson, mótmælandi Íslands, hefði verið dæmdur fyrir guðlast? Nei og hann ekki heldur. Hefðum við verið bættari ef Spaugstofumenn hefðu verið sektaðir eða fangelsaðir fyrir trúarlegan glannaskap á kirkjulegum hátíðum fyrir og síðar? Nei, ekki þeir heldur og Guði allra síst verið sómi sýndur.

Lesið alla prédikunina á trú.is ... 


Hvað er Fair Trade og myndbönd á blog.is

Eitt af því sem er boðið upp hér á þessum bloggvef er innsetning myndbanda. Ég ákvað að prófa það í morgun og setti inn um Fair Trade.


Það er auðvelt að setja inn myndbönd og gott að hafa þennan fítus sem hluta af bloggkerfi. Það tekur aftur á móti fulllangan tíma að hlaða því inn. Annars velti ég fyrir mér hvort leyfilegt sé að setja myndband sem er hýst hér inn á aðra vefi, ég sé ekkert um það í skilmálum, en hef kannski ekki skoðað það nægilega vel. 


Grunngildin og netið

Í ávarpi sínu við upphaf kirkjuþings kom biskup meðal annars inn á verkefnið um guðfræði og siðfræði nýrra miðla. Hann sagði:

Netið og veraldarvefurinn verða sífellt mikilvægari upplýsingamiðlar í samtíma okkar. Í því felast mörg tækifæri, en líka ógnanir. Um leið og við höfum mörg dæmi um góð og gagnleg samskipti á netinu þá berast reglulega fregnir af einelti og annarri óhæfu. Veruleiki barna og ungmenna mótast af þessari bylgju möguleika til samskipta í veröld sem er ný og spennandi, en stundum hál, og við þurfum öll að staldra við til að skoða betur bæði tækifæri og ógnanir sem felast í þessum möguleikum. Biskupsstofa mun halda nokkur málþing á næstu mánuðum um guðfræði og siðfræði nýrra miðla þar sem kastljósinu verður meðal annars beint að samskiptareglum, siðferði og mannskilningi á internetinu.

Ræðan er aðgengileg á vef Kirkjuþings, bæði til aflestrar og til hlustunar.


mbl.is Biskup Íslands segir kirkjuna eiga að andæva lögmáli frumskógarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrrlæti og netfíkn

Í Mbl í dag er greint frá því að netfíkn sé að verða alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum. Það væri fróðlegt að lesa sambærilegar tölur fyrir Ísland. Annars fannst mér þetta kallast skemmtilega á við prédikunina sem ég flutti í Hallgrímskirkju á miðvikudagsmorgun þar sem ég hvatti til þess að teknir væri upp reglulegir tækni-hvíldardagar. Það væri kannski ástæða til fylgja því enn frekar eftir.


mbl.is Netfíkn verður algengari og alvarlegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti og internet

Baksíðufrétt Moggans í dag kallast á við verkefni sem á hug okkar Irmu Sjafnar þessa dagana: Guðfræði og siðfræði nýrra miðla. Á vegum þess verða málþing um siðferði og internetið haldin í nóvember þar sem kastljósinu verður meðal annars beint að spurningunni um einelti. Við stefnum að góðum hugflæðisfundi með nokkrum sérfræðingum á þessu sviði í byrjun nóvember og út úr því ættu að spinnast eitt eða tvö örþing. Annars er full ástæða til að vísa á vef SAFT þar sem finna má ýmis heilræði um örugga netnotkun.


mbl.is Fékk ellefu símtöl á klukkustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er lifandi eða heilbrigð kirkja?

Skúli Ólafsson, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, svarar fyrirspurn á trú.is í dag og ræðir mögulega skilgreiningu á lifandi eða heilbrigðri kirkju. Það er einkenni á slíkri kirkju að "hafa hugrekki og forsendur til þess að endurskoða sjálfa sig í takt við samfélagsbreytingar og út frá þeirri köllun sem kirkjan hefur." Og um stjórnsýslu hennar segir hann að hún einkennist af:

  • Lýðræðislegri uppbyggingu
  • Lifandi samræðu við samtímann
  • Virkri starfsmannastefnu
  • Virkri stefnumótun

Frambjóðandinn sem kaus þig

Örn Bárður prédikaði í útvarpsmessu í Neskirkju í gær. Hann kom inn á málefni líðandi stundar og ræddi meðal annars um pólítík og frambjóðendur:

Nú hyllir undir fyrsta vetrardag og framundan er kosningaár. Frambjóðendur standa í biðröðum við fjölmiðla til að tilkynna framboð og stefnumál. Og við skulum þakka fyrir allt þetta góð fólk sem býður sig fram til þjónustu. Frambjóðendur benda fram á veginn og lofa betri tíð. Þeir eru því réttnefndir postular vonarinnar. Lífið er pólitík, lífið snýst um málefni fólks, líf politikoi á grísku, líf borgaranna.

Lesa prédikunina á trú.is ...


Jesúbíó í Glerárkirkju um helgina

 Við Arnfríður og Sigurður Árni verðum á Akureyri um næstu helgi. Tilefnið er Jesúbíó í Glerárkirkju þar sem sýna á og fjalla um tvær áhugaverðar Jesúmyndir:

Dagskráin hefst kl. 13 og er öllum opin. Á undan hvorri mynd verða fluttar innlýsingar (stutt og upplýsandi erindi) og að sýningu lokinni verða umræður. Jesúbíóið verður með svipuðu sniði og dagskráin í Neskirkju í vor.

Nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis ...


Fjórar frábærar mínútur

Vier Minuten er önnur kvikmynd Chris Kraus í fullri lengd, en áður hefur hann gert kvikmyndina  Scherbetanz. Þetta er mögnuð mynd af samskiptum tveggja kvenna, önnur situr í fangelsi fyrir morð, hin hefur kennt píanóleik í fangelsinu um áratuga skeið. Í fortíð beggja eru atburðir sem hafa mótað lífið allt. Við Oddný, Gunnlaugur og Gunnar J. vorum mjög hrifin af myndinni og hún er að mínu mati vel að kirkjuverðlaununum komin. Það væri gaman ef hún væri tekin til almennra sýninga svo að fleiri fengju notið þessarar góðu myndar.

Nánar má lesa um Vier Minuten á vef kirkjunnar. 


mbl.is Fjórar mínútur hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar veitt í fyrsta sinn

Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar verða veitt í fyrsta sinn á laugardaginn kemur. Um verðlaunin keppa myndirnar fjórtán sem eru sýndar í flokknum Vitranir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Sömu myndir keppa líka um aðalverðlaun hátíðarinnar og hin s.k. Fipresci-verðlaun. Það verður spennandi að fylgjast með þessu og gaman að sjá hvort dómnefndirnar þrjár eru sammála. Slíkt er engan veginn sjálfgefið, enda unnið með ólíka mælikvarða.

Í dómnefndinni eru Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði, Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, Gunnar J. Gunnarsson, lektor, og svo undirritaður.


mbl.is Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar veitt í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband