Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Allir hagnast nema bóndinn ...

„Allir hagnast nema bóndinn …“ er yfirskrift pistils Lýdíu Geirsdóttur sem er nýkomin heim eftir þriggja vikna ferðalag um Úganda, Malaví og Mósambík þar sem Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir verkefnum. Titillinn vísar til Fair Trade átaks Hjálparstarfsins sem full ástæða er til að kynna sér. Ég tók viðtal við Lydíu á síðasta ári þar sem við ræddum þessi mál.

Er kynlífsiðnaðurinn OK?

Þórhallur Heimisson ritar pistil dagsins á trú.is um kynlífsiðnaðinn. Hann teflir saman ástinni og iðnaðinum - „Ástin og klámið takast á í samfélaginu“ eins og hann orðar þetta - og Þórhallur spyr:

Hvort viljum við að að verða mótandi fyrir börnin okkar og samfélagið sem heild? Viljum við að börnin læri að lifi ástríku lífi, eða eiga þau að alast upp við að líta á sig og líkama sinn sem hverja aðra vöru sem hægt er að kaupa og selja? Er neyslan það eina sem máli skiptir? Eða hefur ástin enn eitthvað gildi?


mbl.is Erlendir fjölmiðlar fjalla um klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna ráðstefnu klámframleiðenda

Þjóðkirkjan og Prestafélag Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu framleiðenda klámefnis:

Biskup Íslands og formaður Prestafélags Íslands harma það að stór hópur klámframleiðanda hyggist koma hingað til lands í tengslum við vinnu sína og halda fund eða ráðstefnu. Klám gengur í berhögg við kristinn mannskilning. Því fylgir alltaf lítilsvirðing á manneskjunni en klámiðnaðinum getur einnig fylgt ýmis nauðung, mansal og misnotkun á börnum.


mbl.is Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biblían í daglega lífinu

Við María Ágústsdóttir ræddum saman á dögunum um námskeið sem hún kennir í Leikmannaskólanum.  Námskeiðið fjallar um Biblíuna og daglega lífið. 


Hjónaband Tuyu

Í kvöld voru verðlaun afhent á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Meðal þeirra eru þrenn verðlaun samkirkjulegrar dómnefndar á vegum Signis og Interfilm. Þau féllu í skaut kvikmyndanna Tu ya de hun shi (Hjónaband Tuyu) sem er leikstýrt af Wang Quan'an. Sú kvikmynd hlaut einnig Gullbjörninn, aðalverðlaun Berlínarhátíðarinnar. Í umsögn samkirkjulegu dómnefndarinnar segir meðal annars:

Tuya a woman living with her handicapped husband and two children in the steppe of Mongolia struggles for their existence. Friends counsel her to divorce and remarry as a way to resolve the situation. Painful as this path is, Tuya and her husband decide upon it. Through closely recording scenes of this traditional culture, the director shows us the deep faithfulness, courage and love of the human relationships involved, and the sense of ambiguity attendant upon difficult human decisions.

Það verður spennandi að sjá þessa mynd þegar hún kemur í bíóhús hér á landi (sem er von um nú á dögum Fjalakattarins og Græna ljóssins). Hinar tvær myndirnar sem voru verðlaunaðar eru Luo Ye Gui Gen í leikstjórn Zhang Yang og Chrigu sem þeir Jan Gassmann og Christian Ziörjen leikstýrðu.


mbl.is Kvikmyndin Tuya's Marriage hlaut Gullbjörninn í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávöxtun arfsins

Sigurður Pálsson prédikaði í Hallgrímskirkju í dag, á Biblíudeginum. Það er viðeigandi í ljósi þess hversu mikill orðsins maður hann er (auk þess sem hann var framkvæmdastjóri Biblíufélagsins áður en hann varð prestur í Hallgrímskirkju. Prédikunin hefur yfirskriftina Ávöxtun arfsins og  hann segir meðal annars:

Það er mikið talað um ávöxtun fjár þessa mánuðina. Venjulegt fólk, sem er að leggja fé inn á banka til ávöxtunar og sér að af þessari litlu ávöxtunarprósentu sem spariféð ber er tekinn skattur, þannig að eftirtekjan er býsna rýr, starir skilningssljóum augum á þessar stóru tölur sem milljarðamæringarnir guma af. En það dylst engum að þeir eru vakandi og sofandi yfir nýjum tækifærum til enn betri ávöxtunar. Fjármunir og tímanleg velferð skiptir okkur máli, eðlilega, og ekkert við það að athuga. Ég ætla ekki að fjargviðrast vegna auðsöfnunar, skattlagninga og annars í dag. Það er annars konar ávöxtun sem mig langar að hugleiða.

Það er Biblíudagur. Þitt orð er, Guð, vort erfðafé. Mig langar að við hugleiðum hvernig við ætlum að ávaxta þann arf í því harkalega umhverfi þar sem tekst á um huga og viðhorf fólks í upphafi nýrrrar aldar.

 Annars færi ég aðallega til annáls á annál.is þessa dagana.


Kirkjan og Íraksstríðið

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ræddi um Íraksstríðið og aftöku Saddam Hussein í nýársprédikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hann sagði meðal annars:

Í tilgangslausu stríði í Írak hafa þúsundir á þúsundir ofan fallið í valinn, þúsundir saklausra karla, kvenna og barna. Keðjuverkun ofbeldis virðist engan enda ætla að taka. Aftaka Saddams var einn viðbjóðslegi þátturinn í þeirri ömurlegu atburðarás og verður eflaust vatn á myllu hermdarverkamanna sem nota það tækifæri til að réttlæta enn meiri dráp og skelfingu.
Hann áréttaði líka afstöðu sína til dauðarefsinga og benti á afstöðu systurkirkna okkar til þeirra: 
Ég hef megnustu andstyggð og óbeit á dauðarefsingum, eins og þorri Íslendinga. Kirkjuleiðtogar og kirknasamtök um allan heim hafa fordæmt dauðarefsingar sem villimannlegar og ómannúðlegar. Með aftöku sakamannsins er í raun verið að segja að það sé ekkert rúm fyrir iðrun og endurnýjun hugarfars og lífernis. Fagnaðarerindi Jesú, hins dauðadæmda sakamanns, sem fæddist í Betlehem og reis af gröf, er einmitt um náð Guðs sem er ný á hverjum morgni, um fyrirgefningu syndanna og sáttargjörð, sem rýfur vítahring hefnda og endurgjalds.

Svo spurði hann lykilspurninga sem okkur væri hollt að hafa í huga:

Hvenær linnir blóðsúthellingunum í Írak og Palestínu? Hvenær falla múrar haturs og heiftar? Hvenær kemst læknandi afl og áhrif friðar og sáttargjörðar þar að? Og hvað getum við gert til að stuðla að því?

 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur Íraksstríðið fyrir í nýársprédikun. Í prédikun sem flutt var á nýársdag 2003 sagði hann:

Á morgni nýja ársins eru ófriðarblikur við sjóndeildarhring. Enn virðist sem ofurtrú manna á mátt hernaðar og valdbeitingar til að leysa vanda hnýti enn fastar þá hnúta sem fjötra heilu þjóðfélögin í vítahring ofbeldis, kúgunar og hermdaverka. Ávextirnir eru skelfing og dauði sem jörðinni spillir og lífinu ógnar. Það er sem ljósár aðskilji menningarheima og enn eykst gjáin milli ríkra og snauðra á okkar auðugu jörð. Enn er manndráp og neyðarkvein hlutskipti milljóna manna. Enn þetta ár, ef svo fer fram sem horfir, enn þetta ár. Kirkjuleiðtogar um víða veröld vara eindregið við stríði við Írak og hvetja til þess að reynt sé til þrautar að finna lausn friðar og réttlætis. Þar má nefna Jóhannes Pál páfa og forystumenn kirkna og kirknasambanda austan hafs og vestan. Ég hvet íslenska þjóð og kirkju að taka undir með þeim. Höldum fast í vonina um frið og réttlæti í samskiptum þjóða og trúarbragða, vinnum og biðjum að sú von rætist.

Hann sendi líka frá sér yfirlýsingu vegna stríðsins í mars 2003:

Við hörmum að enn skuli gripið til vígtólanna og þau látin skera úr deilumálum. Það er mikill ósigur fyrir mannkynið og vonir okkar um nýja heimsskipan þar sem siðgæðisleg megingildi væru í heiðri höfð, virðing fyrir alþjóðalögum, réttlæti og frelsi, mannúð og mildi.

Ps. Þeir sem vilja lesa enn meira geta skoðað yfirlit yfir starf kirkjunnar í þágu friðar og  ályktun Prestastefnu vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við stríðið í Írak.


mbl.is Biskup Íslands gagnrýnir aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baggalútur, barnið og þú

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gerði Söguna af Jesúsi í flutningi Baggalúts að umtalsefni í prédikun sinni á jólanótt. Hann spurði líka hvers vegna við höldum jól:

Af hverju höldum við jól? Af hverju erum við hér? Um hvað snýst þetta? Um helgi og kyrrð, fegurð, ljós og frið, sem vill fá að ummynda líf og heim og sem við getum þegið í trú og kærleika. Um þetta snúast jólin. Þetta er boðskapurinn sem þau bera, þetta er boðskapurinn sem felst í jólaguðspjallinu. Það fjallar um Jósef og Maríu og barnið sem fæddist í fjárhúsi af því að ekkert rúm var fyrir þau í mannabústöðum Betlehem. Barnið sem er frelsarinn, Kristur Drottinn. Guð með oss.


mbl.is Biskup Íslands: Jesúbarnið vantar hæli í heiminum okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarlega opin kirkja

Menningarlega opin kirkja er yfirskrift viðtals Sigurbjargar Þrastardóttur við Sigurjón Árna Eyjólfsson í Lesbók Mbl í dag. Þetta er hið prýðilegasta viðtal og veitir ágæta innsýn í bókina. Sigurjón segir meðal annars:

Manngildishugsjónin í kristninni er afar sterk. Kirkjan á nána samleið með einstaklingnum á lífsleiðinni. Þjóðkirkjan rammar inn lífólks með athöfnum eins og skírn - sem jafngildir inngöngu - fermingu og giftingu, hátíðum kirkjuársins, allt til útfarar, eins og birtist vel þegar flett er í gegnum myndaalbúm fólks.

Ég tók viðtal við Sigurjón þegar bókin kom út sem sjá má hér á blogginu. 

Ps. Ég sé ekki í fljótu bragði að hægt sé að blogga um lesbókargreinar með sama hætti og blogga má um fréttir, en mikið væri það nú gott ef þetta væri hægt.


Aðventa er ... jólakort

Á aðventunni birtast daglega örpistlar eftir Stínu Gísla, prest í Holti, um aðventuna. Pistlarnir eru birtir á trú.is, í almanakinu, og þeir gefa skemmtilega innsýn í ólíkar víddir þessa tímabils kirkjuársins. Í dag skrifar Stína um jólakort og minnir okkur á tilganginn með jólakortaskrifum:

Jólakortin eru vinarkveðja á mikilvægri hátíð. Á aðventunni er gott að láta hugann reika til ástvina og vina og hugleiða hve við erum rík að eiga marga vini. Jólakveðjurnar eru liður í því að rækta vináttuna. Um leið og við skrifum jólakortin látum við hugann dvelja hjá viðkomandi vinum - og biðjum fyrir þeim.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband